feminem

Aldís yo

So rap music, is something we do, but HIP-HOP, is something we live

E-Mail

Archives
~Mitt Stuff~
*Myndirnar mínar*
*01 shit*
*Kasmír*
~Bloggarar~
*Bloggarar*

30 október 2003

Nei því miður, þér er afneitað. 18 ára reynslu af lífinu er krafist til að geta hlustað á þessa tónlist á þessum stað.

Meeen.. Afhverju er 18 inn á allt? Hata aldurstakmörk (nema þegar þau eru til að halda litlum krökkum (a.k.a yngri en ég) frá stöðum svo mig langi til að djamma þar. Hohoho.

En .. Allt að gerast (ekkert reyndar), ég er að fara á fótboltamót á föstudag hah! (örugglega) Fótboltamót MH, svo fyndið; allir blindbeyglandi fullir að reyna að elta fjárans boltann. Þetta er nú samt ekki brútal eins og fótboltamót FS! Þar eru sko engar reglur nema.. Tja? Er þá ekki reglan að það eru engar reglur? Þar er bara kill eða be killed..

En já.. Svo er ég örugglega að fara í brúðkaupsveislu á laugardag. Mad. Þarf ég að fara í kjól ??

Já svo samdi ég eina rímu. Klikkaðu hér til að lesa hana. Ef þú ert skráð/ur á huga.is, vinsamlegast commentaðu. Takk.


1:05 f.h. *
23 október 2003
Morðtilraun blóðtökukonunnar

Já, ég gleymdi að segja frá því að ég fór í blóðprufu í dag (og hjartalínurit reyndar líka)
Það væri ekki frásögu færandi nema hvað fjárans konan sem var að tappa af mér blóðinu reyndi að stinga af mér olnbogann.. No kiddin' (jú ok pínu)

Hún stakk cirka fimm sinnum í hann áður en hún fattaði að hún þyrfti líklega minni nál.. Bölvuð
Og hún þurfti þá að stinga í hina hendina því hún var búin að fucka þeirri fyrri upp.
Don't get me wrong mér finnst meira að segja gaman að fara í blóðprufur, bólusetningar og svoleiðis (I'm sick, I've heard it) en þetta var nú einum of mikið af því góða. Fjárans..

Svo; disrespect dagsins fær blóðtökukonan sem var of upptekin að tala við vinkonu sína til að taka eftir mínum viðkvæmu olnbogum!


2:00 f.h. *

Drengur says:
þú ert gáfaðasta stúlka sem ég hef á minni ómerkilegu æfi hitt (eða talað við á msn, what is the difference)


Óskaplega er gaman að hafa svona gáfað fólk á msn-inu sínu! Bætir upp allt hitt heimska fólkið. Reyndar held ég að hann sé 14 ára.. Skiptir það máli? ehh..

Jæja.. Ég hef ekki gert neitt nema vinna. Eða jú rúntað svolítið.. Sem er eiginlega alveg jafn sorglegt. Fyrrverandi bekkjarbróðir minn og vinur hans fundu nefnilega uppá því að koma svona eiginlega cirka about um það bil að minnsta kosti einu sinni á dag í Bláa Turninn! Ég er að verða geðveik. Það tekur þá svona hálftíma að kaupa eina coke í dós og eina diet coke í dós. Og nei þeir tala ekki svona hægt. Bara pirrandi... Hæ Tóti og Fannar ;-)

Svo.. Já ég gerðist geðveik einn daginn og keypti mér föt. Keypti mér buxur, peysu og bol !
Buxurnar eru diesel, ljósbrúnar, megaþröngar, peysan er punkyfish (keypt í smash), svört með rauðum rennilás megatöff og megaþægileg og bolurinn er keyptur í Mótor og hann er ekki; í neonlit, megafleginn, glansandi, með pallíettum, með óþarfa rennilás, letri, sylgju, spennum, hnöppum osfrv, efnislítill, ljótur! Hann er megaflottur .. Allt mega- í dag!

Oooog.. Hérna er reyndar mynd af bol sem ég á (frá punkyfish :-) ) passar vel að þetta sé frá merki sem heitir „fish" .. Þetta er sko veiðibolur ;-)

Og hérna er myndin sem ég var búin að lofa af 7berg :-D
Tók þessa mynd líka á hiphopdjamminu. Flott mynd af helvíti flottum strák.. Held hann sé í Original Melody.


1:30 f.h. *
11 október 2003
Vinnubloggið mitt

Er að pæla í að láta bloggið heita "vinnublogg"

Held samt að málið sé bara að ég geri ekkert annað eða neitt merkilegra en að vinna svo það er erfitt að tjá sig um eitthvað sem maður gerir ekki. Er það ekki bara málið?

Ég skrapp reyndar í Norðurkjallara í gærkvöldi. Hiphop djamm, skemmti mér svona ágætlega.
Shiiieet hvað það var mikið af fallegum skoppurum þarna. Ég bara blotnaði á staðnum..
Svo var ég að hlaupa útum allt að taka myndir fyrir emmworks.is á tímabili sem var geðveikt gaman. Tók myndir af sætum skoppurum auðvitað.. Þessa myndasafns verður minnst fyrir að vera örugglega eina myndasafnið sem verður fleira að myndum af strákum en stelpum..
Fékk meira að segja smurk frá 7berg þegar ég tók af honum mynd.. (minnir meira að segja að hann hafi blikkað mig.. wrawwr) Priceless mynd sko. Linka á hana þegar Máni setur myndirnar á netið. Veit samt ekki hvenær það verður, emmworks er ekki enþá komin upp. Ef maður reynir að fara á emmworks kemur bara mynd af einhverjum körlum sitjandi úti að tala saman. Fatta ekki málið ..

Annars er ég bara búin að vera að vinna..


5:02 e.h. *